Vill loka samningamenn inni 19. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira