Íhuga að kæra vélhjólamann 21. október 2004 00:01 Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira