Kristinn er okkar þingmaður 21. október 2004 00:01 Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira