Ingibjörg Sólrún tekur frumkvæðið 22. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira