Byssumaður sagður hættulaus 22. október 2004 00:01 Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira