Byssumaður sagður hættulaus 22. október 2004 00:01 Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira