Boðað til fundar í kennaradeilu 25. október 2004 00:01 Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira