Sjötíu milljarða lækkun 26. október 2004 00:01 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann. Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira