Ný drög að sáttatillögu

Forystumenn samninganefnda kennara og sveitarfélaga hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara fyrir hádegi og samninganefndirnar í heild hafa svo verið boðaðar til sáttasemjara síðar í dag. Kunnugir telja að Ríkissáttasemjari ætli að kynna forystumönnum samninganefndanna ný drög að sáttatillögu - útfærslu á hugmyndinni sem hann lagði fyrir samningamenn í síðustu viku. Ef tillagan hlýtur samþykki verður verkfallinu frestað og skólastarf tekið upp að nýju á meðan verið er að kynna samkomulagið kennurum og sveitarstjórnarmönnum og bera hana undir atkvæði þeirra.