Segir engan hafa verið í lífshættu 28. október 2004 00:01 Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira