Samleið með Bush og Kerry? 29. október 2004 00:01 Enn einn októbermánuðinn hefur fjöldi Íslendinga lagst yfir fréttir af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, margir hverjir með það á hreinu hvern þeir vilja sjá sem forseta Bandaríkjanna næstu fjögur árin og sumir til í að gera sitt til að tryggja sínum manni sigur. Eftir stendur þó spurningin, í landi eins og okkar sem hlýtur að teljast sósíalískt ef ekki kommúnískt á bandarískan mælikvarða, hvort Íslendingar eigi yfir höfuð eitthvað sameiginlegt með frambjóðendum stóru flokkanna vestanhafs. Eiga Íslendingar samleið með Bush eða Kerry? Þrátt fyrir að engar kannanir hafi verið gerðar hér á landi má gera ráð fyrir að Íslendingar skiptist svipað og margar Evrópuþjóðir í afstöðu sinni til forsetaefnanna. Samkvæmt könnunum í Bretlandi og Frakklandi til dæmis hefur drjúgur meirihluti sagst myndu kjósa demókratann John Kerry ef tækifæri gæfist meðan tiltölulega lítill hluti lýsir stuðningi við sitjandi Bandaríkjaforseta, repúblikanann George W. Bush. Er Kerry raunhæfur kostur? Ef val vinstrisinnaðra manna (á bandarískan mælikvarða) stendur á milli manna sem eru langt til hægri við sig í skoðunum - Kerry - og mjög langt til hægri við sig - Bush - er kannski ekki svo skrýtið að þeir velji þann sem er ekki alveg jafn fjarri. Samkvæmt því yrði Kerry fyrir valinu og við fyrstu sýn er það ekki svo skrýtinn kostur. Hann hefur gagnrýnt stríðið í Írak harkalega og sagt að það hafi verið vitlaust stríð, á vitlausum stað á vitlausum tíma (líkt og íslenska þjóðin samkvæmt könnun fyrir og eftir innrás). Kerry er líka sammála Íslendingum í tveimur málaflokkum sem liggja í dái hér en skipta miklu í Bandaríkjunum, það er að segja réttinum til fóstureyðinga - sem hann er fylgjandi og fengið hæstu mögulegu einkunnir hjá samtökum sem berjast fyrir þeim - og dauðarefsingum sem hann er andvígur - þó með þeirri undantekningu að hann er fylgjandi þeim þegar um hryðjuverkamenn er að ræða. Þá hefur hann lagt fram tillögu um aðkomu og fjárútlát stjórnvalda til að leysa eitt ljótasta vandamál bandarísks þjóðfélags, nefnilega það að 45 milljónir karla, kvenna og barna njóta engra sjúkratrygginga. Það sem er nefnt hér að ofan getur vissulega mælt með Kerry út frá sjónarhorni margra Íslendinga. Lítum hins vegar á nokkur önnur mál. Vilji menn að Bandaríkjaher hverfi frá Írak er lítil ástæða til að ætla að hann hverfi þaðan í einu vetfangi ef Kerry verður kosinn. Þrátt fyrir harða gagnrýni hans á ákvörðun Bush um að gera innrás og hvernig hernáminu hefur verið háttað hefur Kerry sagt að hann vilji beita hernum af krafti til að berja niður hópa vígamanna í Írak. Annað vandamál sem Kerry stendur frammi fyrir er að borga niður uppsafnaðan hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna. Hann hefur heitið því að skera hann niður um helming fyrir lok kjörtímabilsins og segist reiðubúinn að skera niður á öllum sviðum. Reynslan af niðurskurði í forsetatíð Bill Clinton var sú að útgjöld til félagsmála voru skorin niður og aðstoð við láglaunafólk og atvinnulausa minnkaði, nokkuð sem íslenskir vinstrimenn yrðu ekki sáttir við hér heima. Þá er rétt að hafa í huga að þó stefna Kerry um umbætur í tryggingakerfinu veiti fleirum aðstoð en stefna Bush leysir hún vandann engan veginn og byggir enn á því grunnþema að vinnuveitendur sjái um tryggingar fyrir starfsmenn sína. Bush: Draumur frjálshyggjumannsins? Ef Kerry er langt til hægri á íslenskan mælikvarða og Bush til hægri við hann ætti það að vera draumur fyrir íslenska frjálshyggjumenn kynnu sumir að segja. Bush hefur staðið fyrir gríðarlegum skattalækkunum á því kjörtímabili sem nú er að líða og boðar ef eitthvað er meira af því sama. Hann hefur að auki numið úr gildi fjölda reglugerða sem hafa takmarkað starfsemi fyrirtækja, til dæmis en engan veginn eingöngu á sviði umhverfismála. Hin hlið skattalækkananna er auðvitað að ríkissjóður Bandaríkjanna hefur verið rekinn með það miklum halla að tvisvar hefur verið sett met í hallarekstri í sögu Bandaríkjanna - í dollurum talið en sem hlutfall af landsframleiðslu varð hallinn þó meiri á hápunkti vígbúnaðarkapphlaupsins undir lok fyrra kjörtímabils Ronalds Reagans. Þannig séð getur Bush ekki talist ábyrgur í ríkisfjármálum og ekki getur hann kennt demókrötum um líkt og Reagan á níunda áratugnum því repúblikanar eru í meirihluta í þinginu. Það er hins vegar þegar kemur að mannréttindum sem maður skyldi ætla að frjálshyggjumenn myndu snúa baki við Bush. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 undirritaði Bush the Patriot Act, löggjöf sem átti að veita yfirvöldum betri tækifæri til að berjast gegn hryðjuverkamönnum en hefur sýnt sig að grefur verulega undan mannréttindum, líkt og komið hefur í ljós þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að einstaka greinar löggjafarinnar brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Við þetta bætist meðferð fanga í Guantanamo sem hefur verið haldið árum saman án dóms og laga og að því er best verður séð þvert á alþjóðalög. Íhaldssamar skoðanir Bush í félagsmálum geta vart höfðað til frjálshyggjumanna. Bush hefur barist hatrammlega gegn rétti samkynhneigðra til hjónabands og segir það grafa undan hjónabandinu sem stofnun. Hefur hann meðal annars verið fylgjandi því að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þannig að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu. Síðustu daga hefur hann þó komið til móts við kröfur samkynhneigðra og opnað á möguleikann á sambúðarformi samkynhneigðra sem veitir þeim flest sömu réttindu og gagnkynhneigðum hjónum (sem er reyndar sama stefna og John Kerry aðhyllist, Kerry vill ekki hjónaband samkynhneigðra heldur annað sambúðarform). Þá er ótalin afstaða Bush til fóstureyðinga (sem hann er mjög á móti nema um sé að ræða sifjaspell, nauðgun eða að líf móðurinn sé í hættu) og barátta hans gegn því að mælt sé með því í kynfræðslu ungmenna að þau noti getnaðarvarnir heldur einungis mælt með því að þau stundi ekki kynlíf. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Enn einn októbermánuðinn hefur fjöldi Íslendinga lagst yfir fréttir af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, margir hverjir með það á hreinu hvern þeir vilja sjá sem forseta Bandaríkjanna næstu fjögur árin og sumir til í að gera sitt til að tryggja sínum manni sigur. Eftir stendur þó spurningin, í landi eins og okkar sem hlýtur að teljast sósíalískt ef ekki kommúnískt á bandarískan mælikvarða, hvort Íslendingar eigi yfir höfuð eitthvað sameiginlegt með frambjóðendum stóru flokkanna vestanhafs. Eiga Íslendingar samleið með Bush eða Kerry? Þrátt fyrir að engar kannanir hafi verið gerðar hér á landi má gera ráð fyrir að Íslendingar skiptist svipað og margar Evrópuþjóðir í afstöðu sinni til forsetaefnanna. Samkvæmt könnunum í Bretlandi og Frakklandi til dæmis hefur drjúgur meirihluti sagst myndu kjósa demókratann John Kerry ef tækifæri gæfist meðan tiltölulega lítill hluti lýsir stuðningi við sitjandi Bandaríkjaforseta, repúblikanann George W. Bush. Er Kerry raunhæfur kostur? Ef val vinstrisinnaðra manna (á bandarískan mælikvarða) stendur á milli manna sem eru langt til hægri við sig í skoðunum - Kerry - og mjög langt til hægri við sig - Bush - er kannski ekki svo skrýtið að þeir velji þann sem er ekki alveg jafn fjarri. Samkvæmt því yrði Kerry fyrir valinu og við fyrstu sýn er það ekki svo skrýtinn kostur. Hann hefur gagnrýnt stríðið í Írak harkalega og sagt að það hafi verið vitlaust stríð, á vitlausum stað á vitlausum tíma (líkt og íslenska þjóðin samkvæmt könnun fyrir og eftir innrás). Kerry er líka sammála Íslendingum í tveimur málaflokkum sem liggja í dái hér en skipta miklu í Bandaríkjunum, það er að segja réttinum til fóstureyðinga - sem hann er fylgjandi og fengið hæstu mögulegu einkunnir hjá samtökum sem berjast fyrir þeim - og dauðarefsingum sem hann er andvígur - þó með þeirri undantekningu að hann er fylgjandi þeim þegar um hryðjuverkamenn er að ræða. Þá hefur hann lagt fram tillögu um aðkomu og fjárútlát stjórnvalda til að leysa eitt ljótasta vandamál bandarísks þjóðfélags, nefnilega það að 45 milljónir karla, kvenna og barna njóta engra sjúkratrygginga. Það sem er nefnt hér að ofan getur vissulega mælt með Kerry út frá sjónarhorni margra Íslendinga. Lítum hins vegar á nokkur önnur mál. Vilji menn að Bandaríkjaher hverfi frá Írak er lítil ástæða til að ætla að hann hverfi þaðan í einu vetfangi ef Kerry verður kosinn. Þrátt fyrir harða gagnrýni hans á ákvörðun Bush um að gera innrás og hvernig hernáminu hefur verið háttað hefur Kerry sagt að hann vilji beita hernum af krafti til að berja niður hópa vígamanna í Írak. Annað vandamál sem Kerry stendur frammi fyrir er að borga niður uppsafnaðan hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna. Hann hefur heitið því að skera hann niður um helming fyrir lok kjörtímabilsins og segist reiðubúinn að skera niður á öllum sviðum. Reynslan af niðurskurði í forsetatíð Bill Clinton var sú að útgjöld til félagsmála voru skorin niður og aðstoð við láglaunafólk og atvinnulausa minnkaði, nokkuð sem íslenskir vinstrimenn yrðu ekki sáttir við hér heima. Þá er rétt að hafa í huga að þó stefna Kerry um umbætur í tryggingakerfinu veiti fleirum aðstoð en stefna Bush leysir hún vandann engan veginn og byggir enn á því grunnþema að vinnuveitendur sjái um tryggingar fyrir starfsmenn sína. Bush: Draumur frjálshyggjumannsins? Ef Kerry er langt til hægri á íslenskan mælikvarða og Bush til hægri við hann ætti það að vera draumur fyrir íslenska frjálshyggjumenn kynnu sumir að segja. Bush hefur staðið fyrir gríðarlegum skattalækkunum á því kjörtímabili sem nú er að líða og boðar ef eitthvað er meira af því sama. Hann hefur að auki numið úr gildi fjölda reglugerða sem hafa takmarkað starfsemi fyrirtækja, til dæmis en engan veginn eingöngu á sviði umhverfismála. Hin hlið skattalækkananna er auðvitað að ríkissjóður Bandaríkjanna hefur verið rekinn með það miklum halla að tvisvar hefur verið sett met í hallarekstri í sögu Bandaríkjanna - í dollurum talið en sem hlutfall af landsframleiðslu varð hallinn þó meiri á hápunkti vígbúnaðarkapphlaupsins undir lok fyrra kjörtímabils Ronalds Reagans. Þannig séð getur Bush ekki talist ábyrgur í ríkisfjármálum og ekki getur hann kennt demókrötum um líkt og Reagan á níunda áratugnum því repúblikanar eru í meirihluta í þinginu. Það er hins vegar þegar kemur að mannréttindum sem maður skyldi ætla að frjálshyggjumenn myndu snúa baki við Bush. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 undirritaði Bush the Patriot Act, löggjöf sem átti að veita yfirvöldum betri tækifæri til að berjast gegn hryðjuverkamönnum en hefur sýnt sig að grefur verulega undan mannréttindum, líkt og komið hefur í ljós þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að einstaka greinar löggjafarinnar brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Við þetta bætist meðferð fanga í Guantanamo sem hefur verið haldið árum saman án dóms og laga og að því er best verður séð þvert á alþjóðalög. Íhaldssamar skoðanir Bush í félagsmálum geta vart höfðað til frjálshyggjumanna. Bush hefur barist hatrammlega gegn rétti samkynhneigðra til hjónabands og segir það grafa undan hjónabandinu sem stofnun. Hefur hann meðal annars verið fylgjandi því að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þannig að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu. Síðustu daga hefur hann þó komið til móts við kröfur samkynhneigðra og opnað á möguleikann á sambúðarformi samkynhneigðra sem veitir þeim flest sömu réttindu og gagnkynhneigðum hjónum (sem er reyndar sama stefna og John Kerry aðhyllist, Kerry vill ekki hjónaband samkynhneigðra heldur annað sambúðarform). Þá er ótalin afstaða Bush til fóstureyðinga (sem hann er mjög á móti nema um sé að ræða sifjaspell, nauðgun eða að líf móðurinn sé í hættu) og barátta hans gegn því að mælt sé með því í kynfræðslu ungmenna að þau noti getnaðarvarnir heldur einungis mælt með því að þau stundi ekki kynlíf. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun