Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp 29. október 2004 00:01 Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira