Hópur kennara vill fella tillöguna 29. október 2004 00:01 Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira