Erlent

Hlýnun jarðar eykst mikið

Loftslagsbreytingar eru að mestu af völdum manna samkvæmt nýrri rannsókn sem 300 vísindamenn frá átta ríkjum tóku þátt í og tók fjögur ár. Frá þessu greindi bandaríska dagblaðið The New York Times sem komst yfir skýrsluna sem átti ekki að birta fyrr en í næstu viku, að sögn vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki að hún birtist fyrr en eftir kosningar. "Þó sumar loftslagsbreytingar hafi verið af náttúrulegum völdum bendir það hversu mikil og hvernig þróunin hefur verið síðustu áratugi til þess að mannleg áhrif skipti nú mestu, aðallega af völdum aukins útblástur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda," segir í skýrslunni. Þar segir að breytingarnar eigi eftir að aukast mjög næstu öldina og valda margvíslegum umhverfis-, félagslegum og efnahagslegum breytingum sem eru þegar hafnar. Hægt er að hægja á þróuninni ef brugðist er snöggt við segja skýrsluhöfundar. Þannig má gefa samfélögum og dýrum tækifæri á að aðlaga sig breytingunum. Þó eru aukin hlýnun og bráðnun jökla óumflýjanleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×