Rótgróinn risi fetar nýja braut 31. október 2004 00:01 Stóru sölusamtökin SíF og SH hafa til margra ára verið þau fyrirtæki íslensk sem velt hafa mestum fjármunum. Gamalreynd flaggskip íslenskrar útrásar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að þessi fyrirtæki voru ásamt Flugleiðum einu fyrirtækin sem ráku umfangsmikla erlenda starfsemi. SÍF stendur nú á tímamótum. Umfang rekstrarins hefur verið mikið en afraksturinn valdið vonbrigðum. Breytt umhverfi kallar á breyttar áherslur og SÍF hefur markað sér þá stefnu undir forystu nýs forstjóra Jakobs Sigurðssonar að verða leiðandi fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu kældra matvæla. Jakob tók við stjórn fyrirtækisins fyrir fjórum mánuðum. "Þessi tími hefur verið eins og fjórir dagar og fjögur ár í senn," segir Jakob. "Fjórir dagar í þeim skilningi að tíminn líður hratt þegar í mörgu er að snúast og eins og fjögur ár þegar maður lítur til alls þess sem hefur gerst á tímabilinu. Þetta hefur verið erfiður en mjög skemmtilegur tími." Verkefnin voru ærin. Erfiðleikar voru í rekstrinum í Frakklandi. "Frumforsenda þess að geta tekist á við vandann er að hafa rétta mynd fyrir framan sig. Ég tel að með aðgerðum sem við gripum til í sumar hafi tekist að skilgreina vandann og fá skarpa mynd af stöðunni. Í framhaldi af því var hægt að grípa til aðgerða sem munu rétta skútuna af í framtíðinni." Jakob er ófeiminn við að viðurkenna að á ýmsu hafi þurft að taka og segir farsælast að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. SÍF fékk utanaðkomandi endurskoðendur til þess að fara yfir reksturinn í Frakklandi og niðurstaðan var afskrift sem nam á annan milljarð króna. Jakob og samstarfsfólk hans tókust á við fleiri verkefni samhliða því að greina vandamál SÍF og móta nýja stefnu. Fyrir viku var gengið frá grundvallarbreytingu á fyrirtækinu. Tilkynnt var um sölu á Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og sölu hlutar SÍF í keppinautnum SH. "Það var ekki auðveld ákvörðun að selja Iceland Seafood; sérstaklega í ljósi þeirrar löngu sögu sem er á bak við fyrirtækið. Málið var einfaldlega að starfsemin þar átti lítið skylt við það sem við erum að gera og langar til að gera í Evrópu." Jakob segir afar gott starf hafa verið unnið í Ameríku og salan þýði ekki að SÍF sé hætt að miðla frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkað. "Við munum halda því áfram." Einnig seldi SÍF hlut sinn í SH og má líta svo á að þar með sé lokið í bili vangaveltum um sameiningu þessara fyrirtækja. Samhliða var gengið frá kaupum á frönsku fyrirtæki, Labeyrie Group, sem er um fjórum sinnum verðmætara fyrirtæki en SÍF. Framundan er hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin. "Labeyrie var góður fjárfestingarkostur eitt og sér og var ekki keypt sem meðal á vandamálið í Frakklandi. Þó svo að við fáum góðan félaga með kaupum á Labeyrie þá ætlum við ekki að spilla þeim fókus sem er þar til staðar. Forstjóri sameinaðs félags í Frakklandi mun koma frá þeim og við væntum þess að reynsla hans og samstarfsmanna hans muni skila sér í samstarfi við núverandi starfsmenn og stjórnendur SÍF France, þar sem við höfum gert flestar þær breytingar sem við ætlum okkur að gera." Jakob segir að auk þess vænti menn talsverðrar hagræðingar af samslætti þessara fyrirtækja. Labeyrie er í góðum rekstri með sterk viðskiptasambönd og öfluga stjórnendur. Jakob segir að þessar staðreyndir séu lykillinn að því að ráðist var í þessi kaup. "Mat okkar á stjórnendum Labeyrie réð miklu um þessi kaup. Fyrirtækið er vel rekið og við fundum fljótt að sýn okkar á framtíðina og hvernig við vildum nýta okkur hana var sameiginleg. Árangur þeirra er mjög góður. Þetta eru menn sem kunna sitt fag." Kaupin fela í sér stefnubreytingu í rekstri SÍF. "Það sem við erum að gera er að skapa skarpari skil á milli framleiðslunnar og sölustarfseminnar. Það eru mjög ólík viðskiptamódel að baki þessum mismunandi starfsþáttum. Í sölustarfseminni erum við að nýta okkur markaðsþekkingu okkar á erlendum mörkuðum og tengsl okkar við framleiðendur á Íslandi til þess að markaðsetja og selja lítið unnar afurðir."Jakob segir að slík starfsemi snúist mest um magn þar sem virðisaukinn er minni en í þeirri framleiðslu sem fyrirtækið stefnir á. "Við erum ekki hætt sölustarfsemi, en viljum skarpari skil milli þessara starfsþátta þannig að hvor um sig verði gagnsærri og hvor um sig standi á eigin fótum. Við erum líka opnir fyrir því að minnka eignarhlut okkar á söluhlutanum til þess að mynda enn sterkari bönd við framleiðendur og starfsmenn." Með kaupunum á Labeyrie er stefnan sett á sölu fullunninna kældra matvæla sem seld eru til smásöluverslunar. "Labeyrie er með mjög öfluga vöruþróun og markaðsstarfsemi. Þeir eru með mjög sterkt dreifikerfi og góð tengsl við smásölukeðjur. Allt þetta gefur tækifæri til að breikka þá vöruflokka sem við getum selt undir merkjum Labeyrie. Þarna sjáum við skemmtilega vaxtarmöguleika til framtíðar." Stefnan er sett á kældan tilbúin mat. "Það er staðreynd að fólk hefur minni tíma til að elda og jafnvel minni kunnáttu í því að elda. Einnig eru fleiri heimili þar sem aðeins einn er í heimili. Allt þetta skapar eftirspurn eftir matvælum sem auðvelt er að matreiða. Á sama tíma vex meðvitund um gæði og hollustu. Þetta felur í sér tækifæri fyrir okkur sem erum með sjávarfang sem aðal hráefni." Jakob segir mikinn vöxt í þessum geira og Labeyrie og SÍF í sameiningu vel í stakk búin til að nýta vaxtartækifærin á þessum markaði. SÍF verður endurfjármagnað í tengslum við kaupin og hyggst gefa út nýtt hlutafé fyrir 21 milljarð króna. Stærstu hluthafar leggja fram tíu milljarða og KB banki hyggst fjárfesta fyrir fimm milljarða í hinu nýja SÍF. Jakob segir KB banka þekkja vel til þessarar greinar í gegnum samstarf við Bakkavör og því mikill styrkur sem felist í þátttöku bankans. "Stuðningur bankans og stærstu hluthafa ræður miklu um að við förum út í þetta. Við teljum okkur vera með skýra, einfalda og skarpa stefnu sem hægt er að byggja utan um þær sterku einingar sem við höfum, hið sameinaða fyrirtæki í Frakklandi Lyons í Bretlandi og þá sögu sem við höfum í sölustarfseminni." SÍF hefur byggt upp viðskiptasambönd á löngum tíma. Með róttækri stækkun og nýrri stefnu ætlar fyrirtækið sér að sækja fram. "Framtíðarsýnin er í rauninni mjög einföld. Við ætlum að verða leiðandi á sviði matvælaframleiðslu í Evrópu með sjávarútveg sem bakgrunn. Við skilgreinum Evrópu í samhengi við okkar kjarnamarkaði. Það eru Bretland, Frakkland og Spánn. Þar er rík hefð fyrir neyslu sjávarfangs og í gangi þróun sem við teljum að við getum nýtt okkur með kaupunum á Labeyrie. Við ætlum að hasla okkur völl í hollum ferskum matvælum af háum gæðum. Fyrirtækið verður þegar við sameiningu við Labeyrie leiðandi á flestum þeim sviðum sem það starfar í í dag." Tíminn framundan hjá Jakobi verður sjálfsagt eins og síðustu fjórir mánuðir í senn eins og fjórir dagar og fjögur ár. "Ég hef kynnst frábæru fólki í þessu starfi undanfarna mánuði og ég er viss um að í sameiningu sköpum við hið nýja kraftmikla SÍF." Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Stóru sölusamtökin SíF og SH hafa til margra ára verið þau fyrirtæki íslensk sem velt hafa mestum fjármunum. Gamalreynd flaggskip íslenskrar útrásar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að þessi fyrirtæki voru ásamt Flugleiðum einu fyrirtækin sem ráku umfangsmikla erlenda starfsemi. SÍF stendur nú á tímamótum. Umfang rekstrarins hefur verið mikið en afraksturinn valdið vonbrigðum. Breytt umhverfi kallar á breyttar áherslur og SÍF hefur markað sér þá stefnu undir forystu nýs forstjóra Jakobs Sigurðssonar að verða leiðandi fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu kældra matvæla. Jakob tók við stjórn fyrirtækisins fyrir fjórum mánuðum. "Þessi tími hefur verið eins og fjórir dagar og fjögur ár í senn," segir Jakob. "Fjórir dagar í þeim skilningi að tíminn líður hratt þegar í mörgu er að snúast og eins og fjögur ár þegar maður lítur til alls þess sem hefur gerst á tímabilinu. Þetta hefur verið erfiður en mjög skemmtilegur tími." Verkefnin voru ærin. Erfiðleikar voru í rekstrinum í Frakklandi. "Frumforsenda þess að geta tekist á við vandann er að hafa rétta mynd fyrir framan sig. Ég tel að með aðgerðum sem við gripum til í sumar hafi tekist að skilgreina vandann og fá skarpa mynd af stöðunni. Í framhaldi af því var hægt að grípa til aðgerða sem munu rétta skútuna af í framtíðinni." Jakob er ófeiminn við að viðurkenna að á ýmsu hafi þurft að taka og segir farsælast að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. SÍF fékk utanaðkomandi endurskoðendur til þess að fara yfir reksturinn í Frakklandi og niðurstaðan var afskrift sem nam á annan milljarð króna. Jakob og samstarfsfólk hans tókust á við fleiri verkefni samhliða því að greina vandamál SÍF og móta nýja stefnu. Fyrir viku var gengið frá grundvallarbreytingu á fyrirtækinu. Tilkynnt var um sölu á Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og sölu hlutar SÍF í keppinautnum SH. "Það var ekki auðveld ákvörðun að selja Iceland Seafood; sérstaklega í ljósi þeirrar löngu sögu sem er á bak við fyrirtækið. Málið var einfaldlega að starfsemin þar átti lítið skylt við það sem við erum að gera og langar til að gera í Evrópu." Jakob segir afar gott starf hafa verið unnið í Ameríku og salan þýði ekki að SÍF sé hætt að miðla frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkað. "Við munum halda því áfram." Einnig seldi SÍF hlut sinn í SH og má líta svo á að þar með sé lokið í bili vangaveltum um sameiningu þessara fyrirtækja. Samhliða var gengið frá kaupum á frönsku fyrirtæki, Labeyrie Group, sem er um fjórum sinnum verðmætara fyrirtæki en SÍF. Framundan er hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin. "Labeyrie var góður fjárfestingarkostur eitt og sér og var ekki keypt sem meðal á vandamálið í Frakklandi. Þó svo að við fáum góðan félaga með kaupum á Labeyrie þá ætlum við ekki að spilla þeim fókus sem er þar til staðar. Forstjóri sameinaðs félags í Frakklandi mun koma frá þeim og við væntum þess að reynsla hans og samstarfsmanna hans muni skila sér í samstarfi við núverandi starfsmenn og stjórnendur SÍF France, þar sem við höfum gert flestar þær breytingar sem við ætlum okkur að gera." Jakob segir að auk þess vænti menn talsverðrar hagræðingar af samslætti þessara fyrirtækja. Labeyrie er í góðum rekstri með sterk viðskiptasambönd og öfluga stjórnendur. Jakob segir að þessar staðreyndir séu lykillinn að því að ráðist var í þessi kaup. "Mat okkar á stjórnendum Labeyrie réð miklu um þessi kaup. Fyrirtækið er vel rekið og við fundum fljótt að sýn okkar á framtíðina og hvernig við vildum nýta okkur hana var sameiginleg. Árangur þeirra er mjög góður. Þetta eru menn sem kunna sitt fag." Kaupin fela í sér stefnubreytingu í rekstri SÍF. "Það sem við erum að gera er að skapa skarpari skil á milli framleiðslunnar og sölustarfseminnar. Það eru mjög ólík viðskiptamódel að baki þessum mismunandi starfsþáttum. Í sölustarfseminni erum við að nýta okkur markaðsþekkingu okkar á erlendum mörkuðum og tengsl okkar við framleiðendur á Íslandi til þess að markaðsetja og selja lítið unnar afurðir."Jakob segir að slík starfsemi snúist mest um magn þar sem virðisaukinn er minni en í þeirri framleiðslu sem fyrirtækið stefnir á. "Við erum ekki hætt sölustarfsemi, en viljum skarpari skil milli þessara starfsþátta þannig að hvor um sig verði gagnsærri og hvor um sig standi á eigin fótum. Við erum líka opnir fyrir því að minnka eignarhlut okkar á söluhlutanum til þess að mynda enn sterkari bönd við framleiðendur og starfsmenn." Með kaupunum á Labeyrie er stefnan sett á sölu fullunninna kældra matvæla sem seld eru til smásöluverslunar. "Labeyrie er með mjög öfluga vöruþróun og markaðsstarfsemi. Þeir eru með mjög sterkt dreifikerfi og góð tengsl við smásölukeðjur. Allt þetta gefur tækifæri til að breikka þá vöruflokka sem við getum selt undir merkjum Labeyrie. Þarna sjáum við skemmtilega vaxtarmöguleika til framtíðar." Stefnan er sett á kældan tilbúin mat. "Það er staðreynd að fólk hefur minni tíma til að elda og jafnvel minni kunnáttu í því að elda. Einnig eru fleiri heimili þar sem aðeins einn er í heimili. Allt þetta skapar eftirspurn eftir matvælum sem auðvelt er að matreiða. Á sama tíma vex meðvitund um gæði og hollustu. Þetta felur í sér tækifæri fyrir okkur sem erum með sjávarfang sem aðal hráefni." Jakob segir mikinn vöxt í þessum geira og Labeyrie og SÍF í sameiningu vel í stakk búin til að nýta vaxtartækifærin á þessum markaði. SÍF verður endurfjármagnað í tengslum við kaupin og hyggst gefa út nýtt hlutafé fyrir 21 milljarð króna. Stærstu hluthafar leggja fram tíu milljarða og KB banki hyggst fjárfesta fyrir fimm milljarða í hinu nýja SÍF. Jakob segir KB banka þekkja vel til þessarar greinar í gegnum samstarf við Bakkavör og því mikill styrkur sem felist í þátttöku bankans. "Stuðningur bankans og stærstu hluthafa ræður miklu um að við förum út í þetta. Við teljum okkur vera með skýra, einfalda og skarpa stefnu sem hægt er að byggja utan um þær sterku einingar sem við höfum, hið sameinaða fyrirtæki í Frakklandi Lyons í Bretlandi og þá sögu sem við höfum í sölustarfseminni." SÍF hefur byggt upp viðskiptasambönd á löngum tíma. Með róttækri stækkun og nýrri stefnu ætlar fyrirtækið sér að sækja fram. "Framtíðarsýnin er í rauninni mjög einföld. Við ætlum að verða leiðandi á sviði matvælaframleiðslu í Evrópu með sjávarútveg sem bakgrunn. Við skilgreinum Evrópu í samhengi við okkar kjarnamarkaði. Það eru Bretland, Frakkland og Spánn. Þar er rík hefð fyrir neyslu sjávarfangs og í gangi þróun sem við teljum að við getum nýtt okkur með kaupunum á Labeyrie. Við ætlum að hasla okkur völl í hollum ferskum matvælum af háum gæðum. Fyrirtækið verður þegar við sameiningu við Labeyrie leiðandi á flestum þeim sviðum sem það starfar í í dag." Tíminn framundan hjá Jakobi verður sjálfsagt eins og síðustu fjórir mánuðir í senn eins og fjórir dagar og fjögur ár. "Ég hef kynnst frábæru fólki í þessu starfi undanfarna mánuði og ég er viss um að í sameiningu sköpum við hið nýja kraftmikla SÍF."
Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira