Játar að hafa banað Sæunni 1. nóvember 2004 00:01 Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira