Hvort sigrar Bush eða Kerry? 1. nóvember 2004 00:01 Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt jafn mikil óvissa um úrslit bandarísku forsetakosninganna og nú. Mjótt er á munum í nær öllum könnunum og heyrir til undantekninga að annar frambjóðandinn mælist með marktækan mun á hinn. George W. Bush mældist með þriggja prósenta forskot á John Kerry í tveimur könnunum í gær og fyrradag en óvíst er hversu langt það dugar honum í dag. Kerry hafði betur í tveimur könnunum sem birtust í gær en í öllum tilfellum var munurinn innan skekkjumarka. Nú, svo eru ekki litlar líkur á því að annar frambjóðandinn fái fleiri atkvæði en tapi baráttunni um kjörmennina. Nýjustu kannanirKönnun Bush Kerry Birt Marist 48% 49% 1. nóvember Fox 46% 48% 1. nóvember TIPP 47% 45% 1. nóvember Zogby 48% 47% 1. nóvember Gallup 49% 49% 1. nóvember Pew 48% 45% 31. október NBC/WSJ 48% 47% 31. október GW 49% 46% 31. október Allt getur gerst Ef við lítum til kenningarinnar um að sitjandi forseti þurfi að mælast með helming atkvæða til að geta talist sigurstranglegur er Bush í vanda. Af þeim könnunum sem hafa verið birtar síðustu tvo daga nær hann hvergi helmingi atkvæða. Önnur kenning er sú að sá hluti kjósenda sem ekki mælast í skoðanakönnunum séu líklegri til að kjósa Kerry en Bush. Þegar svona mjótt er á munum getur skipt miklu ef þeir mæta á kjörstað og kjósa Kerry. Þegar við bætist að búist er við meiri kosningaþátttöku ungs fólks en áður - og það styður Kerry í mun meiri mæli en Bush - þá gæti útlitið verið svart fyrir George W. Bush. Þetta þarf þó ekki að þýða að John Kerry sé í góðum málum. Úrslitin ráðast á kjörsókn. Stuðningsmenn Bush eru mun eindregnari í stuðningi sínum við sinn mann en þegar litið er til stuðningsmanna Kerry, út frá því gætu þeir verið líklegri til að mæta á kjörstað. Annað sem tengist þessu er hversu vel kosningastjórnum frambjóðendanna gengur að draga fólk á kjörstað, báðar eru mjög öflugar en milljón sjálfboðaliðar sem ætla að hjálpa til við að tryggja kjör Bush gætu reynst þungir á metum á kjördag. Baráttan stendur hins vegar ekki um prósentur heldur um kjörmenn. Þar er barist um innan við fimmtung ríkja Bandaríkja sem þó munu ráða úrslitum um hver verður næsti forseti. Í raun og veru getur farið hvernig sem er í þeim ríkjum. Það er breytilegt frá einni könnun til annarar hvor forsetaframbjóðendanna vinni í hverju ríki. Þrjú stærstu ríkin eru Flórída, Ohio og Pennsylvanía. Bush hefur haft betur í fleiri könnunum en Kerry í Flórída en þessu er öfugt farið í Pennsylvaníu. Bush hefur haft naumt forskot í flestum könnunum í Ohio, en sá sem sigrar þar hefur haft betur í öllum forsetakosningum frá 1964. Hins vegar er síðasta könnun Columbus Dispatch um úrslitin þar lýsandi fyrir spennuna í Ohio og ef til vill á landsvísu. 2.880 voru spurðir hvern þeir vildu fá sem forseta og aðeins munaði átta svörum þegar upp var staðið, Kerry í vil. Mest spennandi kosningar sögunnar? Af því sem að framan fer er auðvelt að færa rök fyrir því að um einna mest spennandi kosningar í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Þó eru nokkur dæmi um afar spennandi kosningar. Það nýlegasta er auðvitað frá því fyrir fjórum árum. Spennan var þó mun minni þá. Bush þótti sigurstranglegri fyrirfram en bjartsýnir demókratar héldu í vonina um að Al Gore tækist að stela sigri í kjörmannadeildinni en fullljóst þótti að George W. Bush fengi fleiri atkvæði, það að niðurstaðan varð þvert á þetta kom öllum á óvart. Baráttan á milli John F. Kennedy og Richard M. Nixon árið 1960 var ekki síður spennandi. Þegar upp var staðið munaði aðeins hálfri milljón atkvæða á frambjóðendunum og hefur löngum verið talið að kosningasvindl hafi ráðið úrslitum. Um það er meðal annars fjallað í ágætri ævisögu Lyndon B. Johnson, varaforsetaefnis Kennedy. Galdurinn fólst meðal annars í því að hinir látnu greiddu atkvæði, Johnson hafði lært mikið á löngum ferli þar sem hann hvort tveggja tapaði og síðar sigraði í kosningabaráttum til þings sem réðust á því hvor frambjóðandinn svindlaði meira. Óvæntustu úrslit síðustu aldar eru þó sennilega frá 1948 þegar Harry S. Truman lagði Thomas E. Dewey að velli. Þá gáfu allar skoðanakannanir til kynna að Dewey mynda hafa betur, sem varð kveikjan að einni frægustu fréttaljósmynd úr kosningum fyrr og síðar - af Truman haldandi á dagblaði með fyrir sögninni "Dewey wins". Ekkert óvænt - hvernig sem fer Í ljósi þessa er kannski ekki hægt að segja að úrslitin á morgun verði óvænt. Hvor frambjóðandinn sem er getur borið sigur úr býtum, hvor sem er gæti fengið fleiri atkvæði á landsvísu, hvor sem er gæti unnið sér inn fleiri kjörmenn. Í raun og veru þarf annar hvor frambjóðandinn að sigra með nokkrum yfirburðum til að hægt sé að segja að úrslit kosninganna komi á óvart. Kannanir benda til þess að mjótt verði á munum, fari hins vegar svo að fylgi Bush verði í efri mörkum skekkjumarka skoðanakanna og Kerry í lægri mörkunum gæti munað nokkrum prósentustigum, það hlýtur þó að teljast ólíklegt að þegar upp verði staðið muni meira en þremur til fjórum prósentustigum á þeim tveimur. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt jafn mikil óvissa um úrslit bandarísku forsetakosninganna og nú. Mjótt er á munum í nær öllum könnunum og heyrir til undantekninga að annar frambjóðandinn mælist með marktækan mun á hinn. George W. Bush mældist með þriggja prósenta forskot á John Kerry í tveimur könnunum í gær og fyrradag en óvíst er hversu langt það dugar honum í dag. Kerry hafði betur í tveimur könnunum sem birtust í gær en í öllum tilfellum var munurinn innan skekkjumarka. Nú, svo eru ekki litlar líkur á því að annar frambjóðandinn fái fleiri atkvæði en tapi baráttunni um kjörmennina. Nýjustu kannanirKönnun Bush Kerry Birt Marist 48% 49% 1. nóvember Fox 46% 48% 1. nóvember TIPP 47% 45% 1. nóvember Zogby 48% 47% 1. nóvember Gallup 49% 49% 1. nóvember Pew 48% 45% 31. október NBC/WSJ 48% 47% 31. október GW 49% 46% 31. október Allt getur gerst Ef við lítum til kenningarinnar um að sitjandi forseti þurfi að mælast með helming atkvæða til að geta talist sigurstranglegur er Bush í vanda. Af þeim könnunum sem hafa verið birtar síðustu tvo daga nær hann hvergi helmingi atkvæða. Önnur kenning er sú að sá hluti kjósenda sem ekki mælast í skoðanakönnunum séu líklegri til að kjósa Kerry en Bush. Þegar svona mjótt er á munum getur skipt miklu ef þeir mæta á kjörstað og kjósa Kerry. Þegar við bætist að búist er við meiri kosningaþátttöku ungs fólks en áður - og það styður Kerry í mun meiri mæli en Bush - þá gæti útlitið verið svart fyrir George W. Bush. Þetta þarf þó ekki að þýða að John Kerry sé í góðum málum. Úrslitin ráðast á kjörsókn. Stuðningsmenn Bush eru mun eindregnari í stuðningi sínum við sinn mann en þegar litið er til stuðningsmanna Kerry, út frá því gætu þeir verið líklegri til að mæta á kjörstað. Annað sem tengist þessu er hversu vel kosningastjórnum frambjóðendanna gengur að draga fólk á kjörstað, báðar eru mjög öflugar en milljón sjálfboðaliðar sem ætla að hjálpa til við að tryggja kjör Bush gætu reynst þungir á metum á kjördag. Baráttan stendur hins vegar ekki um prósentur heldur um kjörmenn. Þar er barist um innan við fimmtung ríkja Bandaríkja sem þó munu ráða úrslitum um hver verður næsti forseti. Í raun og veru getur farið hvernig sem er í þeim ríkjum. Það er breytilegt frá einni könnun til annarar hvor forsetaframbjóðendanna vinni í hverju ríki. Þrjú stærstu ríkin eru Flórída, Ohio og Pennsylvanía. Bush hefur haft betur í fleiri könnunum en Kerry í Flórída en þessu er öfugt farið í Pennsylvaníu. Bush hefur haft naumt forskot í flestum könnunum í Ohio, en sá sem sigrar þar hefur haft betur í öllum forsetakosningum frá 1964. Hins vegar er síðasta könnun Columbus Dispatch um úrslitin þar lýsandi fyrir spennuna í Ohio og ef til vill á landsvísu. 2.880 voru spurðir hvern þeir vildu fá sem forseta og aðeins munaði átta svörum þegar upp var staðið, Kerry í vil. Mest spennandi kosningar sögunnar? Af því sem að framan fer er auðvelt að færa rök fyrir því að um einna mest spennandi kosningar í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Þó eru nokkur dæmi um afar spennandi kosningar. Það nýlegasta er auðvitað frá því fyrir fjórum árum. Spennan var þó mun minni þá. Bush þótti sigurstranglegri fyrirfram en bjartsýnir demókratar héldu í vonina um að Al Gore tækist að stela sigri í kjörmannadeildinni en fullljóst þótti að George W. Bush fengi fleiri atkvæði, það að niðurstaðan varð þvert á þetta kom öllum á óvart. Baráttan á milli John F. Kennedy og Richard M. Nixon árið 1960 var ekki síður spennandi. Þegar upp var staðið munaði aðeins hálfri milljón atkvæða á frambjóðendunum og hefur löngum verið talið að kosningasvindl hafi ráðið úrslitum. Um það er meðal annars fjallað í ágætri ævisögu Lyndon B. Johnson, varaforsetaefnis Kennedy. Galdurinn fólst meðal annars í því að hinir látnu greiddu atkvæði, Johnson hafði lært mikið á löngum ferli þar sem hann hvort tveggja tapaði og síðar sigraði í kosningabaráttum til þings sem réðust á því hvor frambjóðandinn svindlaði meira. Óvæntustu úrslit síðustu aldar eru þó sennilega frá 1948 þegar Harry S. Truman lagði Thomas E. Dewey að velli. Þá gáfu allar skoðanakannanir til kynna að Dewey mynda hafa betur, sem varð kveikjan að einni frægustu fréttaljósmynd úr kosningum fyrr og síðar - af Truman haldandi á dagblaði með fyrir sögninni "Dewey wins". Ekkert óvænt - hvernig sem fer Í ljósi þessa er kannski ekki hægt að segja að úrslitin á morgun verði óvænt. Hvor frambjóðandinn sem er getur borið sigur úr býtum, hvor sem er gæti fengið fleiri atkvæði á landsvísu, hvor sem er gæti unnið sér inn fleiri kjörmenn. Í raun og veru þarf annar hvor frambjóðandinn að sigra með nokkrum yfirburðum til að hægt sé að segja að úrslit kosninganna komi á óvart. Kannanir benda til þess að mjótt verði á munum, fari hins vegar svo að fylgi Bush verði í efri mörkum skekkjumarka skoðanakanna og Kerry í lægri mörkunum gæti munað nokkrum prósentustigum, það hlýtur þó að teljast ólíklegt að þegar upp verði staðið muni meira en þremur til fjórum prósentustigum á þeim tveimur. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun