Ljóst að um gos er að ræða 1. nóvember 2004 00:01 "Smám saman hefur orðið ljósara að um gos er að ræða í eða við Grímsvötn og það upp úr ísnum," segir í tilkynningu sem Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni sendi frá sér rétt í þessu. "Það er erfitt að dæma um það með fullri vissu hvenær gosið hefur komist upp úr ísnum. Mjög líklegt er að það hafi komist upp úr ísnum um kl. 21 50. Þá hætta að vera skjálftar í óróanum, sem bendir til að gosrásin upp úr sé orðin greið," segir í tilkynningunni. Enn hefur þó ekki sést til gossins en það stafar væntanlega af því að á gosslóðunum er slæmt veður og afleitt skyggni. Ragnar Steánsson segir að þegar borinn sé saman gosóróinn og jarðskjálftar núna og fyrir gosið 18. desember 1998, bendi það til þess að um svipaðan atburð sé að ræða. Þó voru skjálftar miklu meiri á undan gosinu 1998, sérstaklega síðustu 5 klukkustundirnar á undan gosinu. Ragnar segir að þessi mismunur gæti stafað af því að gosið núna ætti greiðari leið en þá upp á yfirborðið vegna þess hve stutt er frá gosinu 1998. "Varðandi nákvæma staðsetningu gossins virðist það vera í eða nálægt Grímsvötnum. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé aðeins sunnar, jafnvel aðeins sunnan við Grímsfjall," segir í tilkynningu Ragnars Stefánssonar. Búið er að loka veginum um Skeiðarársand, þar sem búast má við auknu vatnsrennsli í hlaupinu sem nú stendur yfir. Áfram verður fylgst framvindunni á Veðurstofunni í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
"Smám saman hefur orðið ljósara að um gos er að ræða í eða við Grímsvötn og það upp úr ísnum," segir í tilkynningu sem Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni sendi frá sér rétt í þessu. "Það er erfitt að dæma um það með fullri vissu hvenær gosið hefur komist upp úr ísnum. Mjög líklegt er að það hafi komist upp úr ísnum um kl. 21 50. Þá hætta að vera skjálftar í óróanum, sem bendir til að gosrásin upp úr sé orðin greið," segir í tilkynningunni. Enn hefur þó ekki sést til gossins en það stafar væntanlega af því að á gosslóðunum er slæmt veður og afleitt skyggni. Ragnar Steánsson segir að þegar borinn sé saman gosóróinn og jarðskjálftar núna og fyrir gosið 18. desember 1998, bendi það til þess að um svipaðan atburð sé að ræða. Þó voru skjálftar miklu meiri á undan gosinu 1998, sérstaklega síðustu 5 klukkustundirnar á undan gosinu. Ragnar segir að þessi mismunur gæti stafað af því að gosið núna ætti greiðari leið en þá upp á yfirborðið vegna þess hve stutt er frá gosinu 1998. "Varðandi nákvæma staðsetningu gossins virðist það vera í eða nálægt Grímsvötnum. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé aðeins sunnar, jafnvel aðeins sunnan við Grímsfjall," segir í tilkynningu Ragnars Stefánssonar. Búið er að loka veginum um Skeiðarársand, þar sem búast má við auknu vatnsrennsli í hlaupinu sem nú stendur yfir. Áfram verður fylgst framvindunni á Veðurstofunni í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira