Hvaða áhrif hafa úrslitin? 2. nóvember 2004 00:01 Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar