Titringur í borgarstjórn 2. nóvember 2004 00:01 Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira