Truflar flug í Noregi og Svíþjóð 3. nóvember 2004 00:01 Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira