Andlegur miski ráði refsingu 3. nóvember 2004 00:01 Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira