Furðu lostnir bræður áfrýja 5. nóvember 2004 00:01 Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira