Þórólfur getur starfað áfram 6. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira