Borgarstjóri segi af sér 6. nóvember 2004 00:01 Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent