Vilji til að setja lög á verkfall 13. október 2005 14:56 Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira