Verkfall brestur á að nýju 8. nóvember 2004 00:01 Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira