Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara 8. nóvember 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira