Stjórnarandstaðan elur á falsvonum 9. nóvember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira