Virðing Íslands að veði 10. nóvember 2004 00:01 Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira