Neyðarfundur í kennaradeilunni 10. nóvember 2004 00:01 Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira