Lagasetning ekki útilokuð 10. nóvember 2004 00:01 Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira