Lagasetning ekki útilokuð 10. nóvember 2004 00:01 Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira