Steinunn Valdís borgarstjóri 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira