Framtíð NBA boltans Þórlindur Kjartansson skrifar 11. nóvember 2004 00:01 Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun