492 spilakassar í Reykjavík 12. nóvember 2004 00:01 Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira