Dómur hvatning fyrir fórnarlömb 12. nóvember 2004 00:01 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira