Innlent

Skattar borgarbúa hækka

Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans ákvað í gær að leggja til á fundi borgarstjórnar þann 16. nóvember að útsvarsprósenta næsta árs verði 13,03 prósent í stað 12,7 prósenta og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði 0,345 prósent af fasteignamati í stað 0,320 prósenta. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir forsvarsmenn ríkisvaldsins hafa legið sveitarfélögunum á hálsi fyrir að nýta ekki betur skattstofna sem þau hafa til umráða. "Ég tel óábyrgt að krefjast fleiri tekjustofna ef við sem stýrum sveitarfélögunum nýtum ekki tekjustofnana sem þegar eru fyrir hendi," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×