Vilja 130 þúsund í eingreiðslu 14. nóvember 2004 00:01 Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira