Vilja 130 þúsund í eingreiðslu 14. nóvember 2004 00:01 Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira