Garðabær athugar tilraunasamning 16. nóvember 2004 00:01 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira