Uppskrift að hvítri lagtertu
1 kg hveiti
500 gr sykur
500 gr smjörlíki
5-6 egg
2 tesk. natron
1/2 tesk. lyftiduft
Hráefnunum er blandað saman og smjörlíkið mulið út í. Öllu hrært saman ásamt eggjum. Deigið er hnoðað og fatt út á fjórar plötur, bakað við 175° í 20 mínútur.
Plöturnar eru kældar og smurðar með sultu áður en þær eru settar saman.
