Sjálfsvíg fátíð í fangelsum 17. nóvember 2004 00:01 Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira