Kennarar greiða samninginn sjálfir 18. nóvember 2004 00:01 Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira