Hindra endurtekið ófremdarástand 20. nóvember 2004 00:01 Fræðsluráð Reykjavíkur vill láta finna leiðir til að koma í veg fyrir að viðlíka ófremdarástand og skapaðist þegar skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, endurtaki sig. Ráðið hefur farið fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á öllu samningaferli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Skipaður verður hópur sérfræðinga sem á að greina kosti og galla nýliðinna kjaraviðræðna, og fjalla sérstaklega um störf launanefndar sveitarfélaganna og valdaframsal sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa til hennar. Leitað verður til talsmanna deilenda um upplýsingar og álit á samningsferlinu og hvers vegna svo hafi tekist til sem raun ber vitni. Þá á hópurinn að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíðinni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tilgangurinn með þessu sé að reyna að læra af þeim miklu ógöngum sem kennaradeilan hafi greinilega lent í og koma þannig í veg fyrir að þetta endurtaki sig.. Ekki er hér átt við að taka þurfi verkfallsrétt af kennurum heldur koma á ferli sem leiði til þess að þeir þurfi ekki að grípa til þess réttar síns. Stefán segir það að sjálfsögðu sjást víða í samfélaginu, og í öðrum samfélögum, að menn geta komist að samkomulagi þar sem báðir deiluaðilar telji sig hafa svo mikinn ávinning af því að semja friðsamlega að ekki er gripið til verkfallsvopna. Spurður hvort tilgangurinn sé ekki að draga menn til ábyrgðar segir Stefán svo ekki vera; tilgangurinn sé að reyna að finna lausnir. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fræðsluráð Reykjavíkur vill láta finna leiðir til að koma í veg fyrir að viðlíka ófremdarástand og skapaðist þegar skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, endurtaki sig. Ráðið hefur farið fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á öllu samningaferli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Skipaður verður hópur sérfræðinga sem á að greina kosti og galla nýliðinna kjaraviðræðna, og fjalla sérstaklega um störf launanefndar sveitarfélaganna og valdaframsal sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa til hennar. Leitað verður til talsmanna deilenda um upplýsingar og álit á samningsferlinu og hvers vegna svo hafi tekist til sem raun ber vitni. Þá á hópurinn að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíðinni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tilgangurinn með þessu sé að reyna að læra af þeim miklu ógöngum sem kennaradeilan hafi greinilega lent í og koma þannig í veg fyrir að þetta endurtaki sig.. Ekki er hér átt við að taka þurfi verkfallsrétt af kennurum heldur koma á ferli sem leiði til þess að þeir þurfi ekki að grípa til þess réttar síns. Stefán segir það að sjálfsögðu sjást víða í samfélaginu, og í öðrum samfélögum, að menn geta komist að samkomulagi þar sem báðir deiluaðilar telji sig hafa svo mikinn ávinning af því að semja friðsamlega að ekki er gripið til verkfallsvopna. Spurður hvort tilgangurinn sé ekki að draga menn til ábyrgðar segir Stefán svo ekki vera; tilgangurinn sé að reyna að finna lausnir.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira