Barist um íbúðalánin 22. nóvember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann. Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira