Gæti farið á báða vegu 28. nóvember 2004 00:01 Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira