

Knoll og Tott
Ég er einharður andstæðingur Íraksstríðsins og vil meina að lög hafi verið brotin með stuðningi íslenska ríkisins við það. Varnarsáttmáli okkar við NATO og Bandaríkin segir að Íslendingar megi ekki taka þátt í stríði eða styrjaldarrekstri nema með samþykki NATO og undir þeirra forsjá. (Ákvæði sem Bandaríkjamenn settu fyrir inngöngu okkar í Nato.) Eða svo las ég hann á sínum tíma, ekki veit ég hvort honum hafi verið mikið breytt á tímum Jóns Baldvins, eða seinna.
Nú liggur fyrir að ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu okkar við bandalag þeirra þjóða er að Íraksstríðinu standa, var tekin af tveimur mjög háttsettum embætttismönnum er starfa í samþykkt Alþingis.
Nú tel ég mig vita, án þess að ég geti bent á neinar staðsetningar, að í þingskaparlögum standi að öngvar meiriháttar stefnubreytingar í utanríkismálum megi gera nema með samþykkt Alþingis.
Tel ég þar af leiðandi að þessir menn hafi með embættisfærslum sínum ógnað öryggi Íslands, brotið alþjóðasamninga og brotið lög. (Þetta með lögin er að vísu orðið óskup lítilfjörleg ástæða upphlaups. Í krafti þingræðis hafa þessir tveir ýtt samflokksfólki sínu útí að brjóta stjórnarskránna tvisvar á okkar aumustu, og sitja enn.)
Vil ég vita hvort ekki sé hægt að stoppa þessa lögbrjóta t.d. með því að fá lögbann á aðgerðir íslenska ríkisins í Írak. Eða hvert getur maður farið til að stöðva lögbrjóta sem eru þetta háttsettir í kerfinu? Ef þing brýtur þingskaparlög er þingið löglegt? Hver hefur eftirlitsskyldu með æðstu embættismönnum þjóðarinnar ef þingið bregst skyldu sinni vegna hræðslu um að verða fyrir einelti framkvæmdarvaldsins? (Kristinn H. Gunnarsson.) Og síðast en ekki síst. Hvert getur maður snúið sér til að fá þetta fólk til að fara að lögum, án þess að fara á hausinn útaf lögfræðikostnaði? Ekki er það forsetinn því að hann getur ekki neitað að "skrifa undir " ef ekkert er lagt fyrir hann.
Takk!
Sævar Óli Helgason
Skoðun

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar