Lengist um eina önn hjá sumum 29. nóvember 2004 00:01 Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira