Hvað kom fyrir Júsjenko? 30. nóvember 2004 00:01 Nafn gamla Sovétlýðveldisins Úkraínu heyrist sjaldan í fréttum á vesturlöndum. Það er næstum einsog eitthvert óformlegt samkomulag sé um það meðal fjölmiðla í okkar heimshluta að landið tilheyri öðrum menningarheimi; stórviðburði þurfi til þess að málefni þess beri á góma. Ekki furða þó margir eigi erfitt með að ná áttum - og nöfnum - þegar ástandið í Úkraínu er nú skyndilega fyrsta frétt í öllum sjónvarpsstöðvum og á forsíðum dagblaðanna. Það voru forsetakosningarnar í landinu á dögunum sem sköpuðu þessa athygli. Þar tókust á nafnarnir Viktor Janúkovits núverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Þótt þeir eigi margt sameiginlegt standa þeir fyrir ýmis ólík sjónarmið sem skipta umheiminn miklu; forsætisráðherrann er hliðhollur Rússum og stjórnvöld í Moskvu honum. Rússar teljast fimmtungur íbúa landsins þannig að áhugi þeirra á málefnum Úkraínu þarf ekki að koma á óvart. Og ekki er nema tæpur hálfur annar áratugur síðan Kremlverjar fóru með öll raunveruleg völd í landinu; það breyttist hins vegar þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Júsjenko er hliðhollari vesturlöndum og lítt hrifinn að ásælni Moskvuvaldsins. Andúð Pútíns Rússlandsforseta á honum fer ekki leynt.Lýðræði á sér skamma sögu í Úkraínu. Skortur á lýðræðishefð og öflugum eftirlitsstofnunum ræður því að iðulega hafa leikreglur lýðræðis verið sniðgengnar í landinu. Í aðdraganda forsetakosninganna í síðasta mánuði höfðu menn innan Úkraínu sem utan áhyggjur af því að reynt yrði að spilla kosningum og falsa úrslitin. Og óháðir eftirlitsmenn með kosningunum eru sammála um að það hafi einmitt gerst. Framkvæmd kosninganna var í molum og ótal dæmi um svik og pretti voru skjalfest af eftirlitsmönnunum alþjóðlegra stofnana. Útgönguspár eftir lokun kjörstaða bentu eindregið til þess að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko hefði unnið sannfærandi sigur og yrði næsti forseti Úkraínu. Tölur sem stjórnvöld hafa birt sýna þveröfuga niðurstöðu; sigur forsætisráðherrans og þar með valdakerfisins í landinu. Rússnesk stjórnvöld fagna þessu en Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins hafa fordæmt vinnubrögðin og neita að viðurkenna úrslitin. Fólk hefur flykkst út á stræti Kænugarðs, höfðuðborgar Úkraínu, og annarra borga landsins og krafist þess að kosningarnar verði endurteknar. Upplausnarástand ríkir í landinu og fullkomin óvissa um hvað gerist næst. Við þessar aðstæður hafa sjónir heimsins skiljanlega beinst að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Hér verður staldrað við einn þátt þeirrar athygli. Útlit Júsjenkos hefur tekið snöggum og óskiljanlegum breytingum. Ekki er útilokað að ástæðan fyrir því sé valdabaráttan í Úkraínu. En hvernig má það vera? Rifjum fyrst upp úr fréttunum hver Júsjenko er. Hann er endurskoðandi að mennt og komst til áhrifa í úkraínskum stjórnmálum fyrir nokkrum árum; þótti aðsópsmikill, glæsilegur á velli og öflugur stjórnandi. Honum voru þakkaðir miklar endurbætur á fjármálakerfi landsins meðan hann var forsætisráðherra um skeið. Leiðir hans og Kuchma, núverandi en fráfarandi forseta, skildu fyrir þremur árum og í framhaldinu varð Júsjenko leiðtogi stjórnarandstæðinga. Júsjenko er rétt fimmtugur að aldri. Myndir sem teknar voru af honum í sumar, eins og sú til vinstri hér að ofan, sýna mann sem eftir flestum viðteknum viðmiðunum myndi kallast vel útlítandi með engin auðkenni eða lýti sem skera í augu. Sumum fannst hann svo myndarlegur að talað var um að hann minnti á kvikmyndastjörnu. Myndin til hægri, tekin fyirr nokkrum dögum, sýnir hins vegar gerólíkt andlit sem sýnist áratug eldra, húðin er upphleypt og bólugrafin, hárið sem var glansandi er orðið lífvana. Ekki beint andlit sem spáð yrði velgengni í fegurðarsamkeppni miðaldra karla! Hefur maðurinn elst svona á nokkrum vikum? Og hvað hrjáir hann í andlitinu?Góðar spurningar en engin svör. Júsjenko fór að verða var við þessar breytingar á andliti sínu síðsumars og leitaði sér þá meðal annars lækninga í Austurríki. Læknar þar og annars staðar hafa hins vegar hvorki getað gefið honum sitt gamla andlit aftur né skýrt breytingarnar á andliti hans. Alls konar tilgátur hafa verið settar fram, frá streitu og heiftarlegri matareitrun til einhvers konar sýkingar eða eitrunar sem Júsjenko hafi verið veitt af ásetningi í því skyni að skaða hann, jafnt ásjónu hans sem heilsu. Sjálfur hallast hann að síðast nefndu skýringunni. Ekki er óeðlilegt að einhverjir spyrji: Er þetta örugglega sami maðurinn? Saga Saddams Husseins sannar að tvífarar eru ekki bara til í reyfurum. Getur verið að skipt hafi verið um mann? Að þetta sé alls ekki Júsjenko? Sá góði og fallegi maður sé einhvers staðar bak við lás og slá? Óhætt mun að svara þessum spurningum neitandi. Þrátt fyrir lýtin á andliti Júsjenkos þekkja menn hann nógu vel til að vísa öllum slíkum vangaveltum á bug. Andlitin tvö á myndunum á einn og sami maðurinn. Erlendir fjölmiðlar hafa leitað til lækna, hver í sínu heimalandi, og lagt fyrir þá að leysa ráðgátuna um andlit Júsjenkos. Svörin eru misvísandi og enginn treystir sér til að kveða upp úr um í málinu. Gaman væri að heyra í íslenskum læknum. Það skyldi þó aldrei vera að þeir finndu lausnina? Ef einhver þeirra les þessa samantekt er athygli vakin á því að hægt er segja skoðun sína með því að smella á viðeigandi reit hér fyrir neðan. Sama kost eiga aðrir lesendur. Kannast einhver þeirra við dæmi um svipað atvik? Getur einhver þeirra skýrt hvað er á seyði?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nafn gamla Sovétlýðveldisins Úkraínu heyrist sjaldan í fréttum á vesturlöndum. Það er næstum einsog eitthvert óformlegt samkomulag sé um það meðal fjölmiðla í okkar heimshluta að landið tilheyri öðrum menningarheimi; stórviðburði þurfi til þess að málefni þess beri á góma. Ekki furða þó margir eigi erfitt með að ná áttum - og nöfnum - þegar ástandið í Úkraínu er nú skyndilega fyrsta frétt í öllum sjónvarpsstöðvum og á forsíðum dagblaðanna. Það voru forsetakosningarnar í landinu á dögunum sem sköpuðu þessa athygli. Þar tókust á nafnarnir Viktor Janúkovits núverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Þótt þeir eigi margt sameiginlegt standa þeir fyrir ýmis ólík sjónarmið sem skipta umheiminn miklu; forsætisráðherrann er hliðhollur Rússum og stjórnvöld í Moskvu honum. Rússar teljast fimmtungur íbúa landsins þannig að áhugi þeirra á málefnum Úkraínu þarf ekki að koma á óvart. Og ekki er nema tæpur hálfur annar áratugur síðan Kremlverjar fóru með öll raunveruleg völd í landinu; það breyttist hins vegar þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Júsjenko er hliðhollari vesturlöndum og lítt hrifinn að ásælni Moskvuvaldsins. Andúð Pútíns Rússlandsforseta á honum fer ekki leynt.Lýðræði á sér skamma sögu í Úkraínu. Skortur á lýðræðishefð og öflugum eftirlitsstofnunum ræður því að iðulega hafa leikreglur lýðræðis verið sniðgengnar í landinu. Í aðdraganda forsetakosninganna í síðasta mánuði höfðu menn innan Úkraínu sem utan áhyggjur af því að reynt yrði að spilla kosningum og falsa úrslitin. Og óháðir eftirlitsmenn með kosningunum eru sammála um að það hafi einmitt gerst. Framkvæmd kosninganna var í molum og ótal dæmi um svik og pretti voru skjalfest af eftirlitsmönnunum alþjóðlegra stofnana. Útgönguspár eftir lokun kjörstaða bentu eindregið til þess að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko hefði unnið sannfærandi sigur og yrði næsti forseti Úkraínu. Tölur sem stjórnvöld hafa birt sýna þveröfuga niðurstöðu; sigur forsætisráðherrans og þar með valdakerfisins í landinu. Rússnesk stjórnvöld fagna þessu en Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins hafa fordæmt vinnubrögðin og neita að viðurkenna úrslitin. Fólk hefur flykkst út á stræti Kænugarðs, höfðuðborgar Úkraínu, og annarra borga landsins og krafist þess að kosningarnar verði endurteknar. Upplausnarástand ríkir í landinu og fullkomin óvissa um hvað gerist næst. Við þessar aðstæður hafa sjónir heimsins skiljanlega beinst að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Hér verður staldrað við einn þátt þeirrar athygli. Útlit Júsjenkos hefur tekið snöggum og óskiljanlegum breytingum. Ekki er útilokað að ástæðan fyrir því sé valdabaráttan í Úkraínu. En hvernig má það vera? Rifjum fyrst upp úr fréttunum hver Júsjenko er. Hann er endurskoðandi að mennt og komst til áhrifa í úkraínskum stjórnmálum fyrir nokkrum árum; þótti aðsópsmikill, glæsilegur á velli og öflugur stjórnandi. Honum voru þakkaðir miklar endurbætur á fjármálakerfi landsins meðan hann var forsætisráðherra um skeið. Leiðir hans og Kuchma, núverandi en fráfarandi forseta, skildu fyrir þremur árum og í framhaldinu varð Júsjenko leiðtogi stjórnarandstæðinga. Júsjenko er rétt fimmtugur að aldri. Myndir sem teknar voru af honum í sumar, eins og sú til vinstri hér að ofan, sýna mann sem eftir flestum viðteknum viðmiðunum myndi kallast vel útlítandi með engin auðkenni eða lýti sem skera í augu. Sumum fannst hann svo myndarlegur að talað var um að hann minnti á kvikmyndastjörnu. Myndin til hægri, tekin fyirr nokkrum dögum, sýnir hins vegar gerólíkt andlit sem sýnist áratug eldra, húðin er upphleypt og bólugrafin, hárið sem var glansandi er orðið lífvana. Ekki beint andlit sem spáð yrði velgengni í fegurðarsamkeppni miðaldra karla! Hefur maðurinn elst svona á nokkrum vikum? Og hvað hrjáir hann í andlitinu?Góðar spurningar en engin svör. Júsjenko fór að verða var við þessar breytingar á andliti sínu síðsumars og leitaði sér þá meðal annars lækninga í Austurríki. Læknar þar og annars staðar hafa hins vegar hvorki getað gefið honum sitt gamla andlit aftur né skýrt breytingarnar á andliti hans. Alls konar tilgátur hafa verið settar fram, frá streitu og heiftarlegri matareitrun til einhvers konar sýkingar eða eitrunar sem Júsjenko hafi verið veitt af ásetningi í því skyni að skaða hann, jafnt ásjónu hans sem heilsu. Sjálfur hallast hann að síðast nefndu skýringunni. Ekki er óeðlilegt að einhverjir spyrji: Er þetta örugglega sami maðurinn? Saga Saddams Husseins sannar að tvífarar eru ekki bara til í reyfurum. Getur verið að skipt hafi verið um mann? Að þetta sé alls ekki Júsjenko? Sá góði og fallegi maður sé einhvers staðar bak við lás og slá? Óhætt mun að svara þessum spurningum neitandi. Þrátt fyrir lýtin á andliti Júsjenkos þekkja menn hann nógu vel til að vísa öllum slíkum vangaveltum á bug. Andlitin tvö á myndunum á einn og sami maðurinn. Erlendir fjölmiðlar hafa leitað til lækna, hver í sínu heimalandi, og lagt fyrir þá að leysa ráðgátuna um andlit Júsjenkos. Svörin eru misvísandi og enginn treystir sér til að kveða upp úr um í málinu. Gaman væri að heyra í íslenskum læknum. Það skyldi þó aldrei vera að þeir finndu lausnina? Ef einhver þeirra les þessa samantekt er athygli vakin á því að hægt er segja skoðun sína með því að smella á viðeigandi reit hér fyrir neðan. Sama kost eiga aðrir lesendur. Kannast einhver þeirra við dæmi um svipað atvik? Getur einhver þeirra skýrt hvað er á seyði?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar