Bætur vegna barnsláts fyrir dómi 3. desember 2004 00:01 Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði