Óábyrgt að hækka ekki skatta 7. desember 2004 00:01 Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira